Úthlutun janúar 2015:

Menningarsjóður Hlaðvarpans hefur nú úthlutað styrkjum til menningarmála kvenna í síðasta sinn. Úthlutað var 6 milljón krónum að þessu sinni. Veittir voru styrkir til fimmtán verkefna en alls bárust níutíu umsóknir.
Styrki hlutu eftirtaldir:

Umsækjandi Verkefni Upphæð
Ágústa Oddsdóttir og Sigríður Björnsdóttir Ævisaga Sigríðar Björnsdóttur: Þar sem börn fá að vera börn. 400,000
Ása Helga Hjörleifsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir Kvikmynd byggð á ævi Ellýar Vilhjálms. 400,000
Eva María Jónsdóttir Hallbjörg Bjarnadóttir - 100 ár frá fæðingu. Útgáfa á allri tónlist Hallbjargar og sjónvarpsefni með Hallbjörgu. 400,000
Fríða Sigurðardóttir o.fl. Barnabók um fjölskyldumynstur. 300,000
Gettu Betur hópurinn Æfingabúðir fyrir Gettu betur stelpur 300,000
Guðrún Erla Geirsdóttir Bók um myndlistarkonurnar Margréti Jónsdóttur og Svölu Sigurleifsdóttur í tengslum við opnun yfirlitssýningar á verkum þeirra. 400,000
Helga Gerður Magnúsdóttir, Áslaug Thorlacius og Svanhildur Óskarsdóttir Kveðið í bjargi - Þorgerður Ingólfsdóttir, Hamrahlíðarkórarnir og tónskáldin þeirra. Útgáfa bókar og geisladisks sem fjalla um brautryðjandann Þorgerði Ingólfsdóttur og kórstarf í MH. 500,000
Hrafnhildur Sigurðardóttir Kynjagreining á listaverkakaupum myndverka hjá Listasafni Íslands 400,000
Katrín Björgvinsdóttir Bestu vinkonur að eilífu amen - stuttmynd um tvær konur á þrítugsaldri og vináttu þeirra. 400,000
Kvenréttindafélag Íslands Stöðvum hefndarklám - herferð gegn hefndarklámi. 400.000
Leikhúslistakonur 50 plús Kátar konur á kústi - leikhúslistakonur 50 plús í Iðnó. Mánaðarlegar uppákomur í átta mánuði. 500.000
Safnasafnið Útgáfa bókar með sýnishornum af bestu útsaumsverkum ónafngreindra kvenna. 500.000
Sigríður Matthíasdóttir Vesturferðir ógiftra kvenna 1870-1915. Sagnfræðileg rannsókn. 400.000
Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir Rof - frásagnir kvenna af fóstureyðingum. 400.000
Stígamót Fræðsla og forvarnarverkefni um ofbeldi gegn fötluðum konum. 400.000