Úthlutun janúar 2014:

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði tæplega 7 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fór fram í Iðnó þann 9. janúar 2014. Í þessari sjöundu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 18 styrkir.
Styrki hlutu eftirtaldir:

Umsækjandi Verkefni Lýsing Upphæð
Hljómsveitin Dúkkulísur Þið eruð nú meiri dúkkulísurnar Hljómsveitin Dúkkulísur er ein fyrsta íslenska hljómsveit landsins sem eingöngu er skipuð konum og er enn starfandi 31 ári eftir stofnun hennar. Saga þessar merku hljómsveitar rakin í máli, myndum og tónum. 600,000
Ísold Uggadóttir Andið eðlilega Kvikmyndin snertir á viðfangsefnum á borð við valdastöður, ábyrgð, fjárhag og hælisleitendur á Íslandi. Leiðir tveggja ólíkra kvenna liggja saman; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður frá Keflavík. 600,000
Ragnheiður Björk Þórsdóttir Listin að vefa Bók um vefnað, tæki og tól, aðerðir og munstur. 500,000
Hrafnhildur Schram Nína Sæmundson, fyrsti íslenski kven-myndhöggvarinn Ritun bókar um Nínu, femínisk nálgun. 500,000
Guðný Gústafsdóttir Kvenleiki og völd á Íslandi samtímans Ímynd kvenleikans í íslenskum samtíma kortlögð og greint hvaða hygmyndir um samfélagsaðild fylgja ímyndinni. Rannsóknin byggir á fræðilegum gögnum og viðtölum við konur á íslandi í vinsælum tímaritum síðasta áratuginn. 500,000
MFÍK Ritun og útgáfa sögu MFÍK Sótt um styrk til ritunar sögu samtakanna, samantekt úr kjölum og viðtöl við elstu kynslóð núlifandi kvenna. 500,000
Katrín Gunnarsdóttir Macho men, sólódansverk Sólódansverk, tilraun til að einangra karlmennskuna í hreyfingu þar sem öfgakarlmannlegur hreyfiorðaforði er fluttur af kvenkyns dansara. 400,000
María Helga Guðmundsdóttir og fleiri Æfingabúðir fyrir Gettu-betur stelpur Æfingabúðir í ágúst 2014 fyrir stelpur sem hafa áhuga á Gettu-betur keppninni. Stuðningur við þá ákvörðun RÚV að innleiða kynjakvóta í keppnina. 400,000
Erla Hulda Halldórsdóttir Bréf til bróður míns Rannsókn um bréfaskriftir Sigríðar Pálsdóttur (1809-1871) til bróður síns Páls Pálssonar í meira en hálfa öld 400,000
Poulenc-hópurinn Kvennasóló, tónleikar og danssýning Kvennasóló eru tónleikar og danssýning þar sem tónskáld, hljóðfæraleikarar, danshöfundar og dansarar, allt konur leiða saman hesta sína. Markmið sýningarinnar er að fagna tjáningarfrelsinu og kynna nýja tónlist eftir íslensk kventónskáld og ný dansverk eftir íslenska kvendanshöfunda. 400.000
Fjöruverðlaunin Fjöruverðlaunin 2014 Bókmenntaverðlaun kvenna, kynning, athöfn og hátíð 400.000
Femínistafélag Íslands Antí-SLAPP Verkefni um vernd tjáningarfrelsis og vernd gegn þöggun í formi málshótana aðila með yfirburðastöðu. SLAPP (strategic lawsuit against public participation) 300.000
María Reyndal Mannasiðir Handrit að leikverki um áhrif þess á líf fjölskyldu þegar sonurinn er kærður fyrir að nauðga bekkjasystur sinni. (fékk styrk í fyrra 200 þús) 300.000
dottirDOTTIR Íslenskar myndlistarkonur kynntar fyrir heiminum Vídeótímarit um íslenskar myndlistakonur sem eru að vinna í alþjóðlegu samhengi 300.000
Iðunn Vignisdóttir Saga Kvennaskólans á Blönduósi Saga Kvennaskólans á Blöndósi síðan 1879 300.000
Ugla Egilsdóttir Úlrika Jasmín Skáldsaga um ástir og örlög reykvískra ungmenna í marxískum sjálfshjálparhópi 250.000
Konubókastofa Íslenskar skáldkonur í ljóðum, tónlist og fræðum Menningar- og fræðsluþing á Eyrarbakka í október 2014 þar sem fjallað verður um íslenskar skáldkonur í ljóðum, tónlist og sögum. Einnig verður safnkostur Konubókarstofu kynntur. 250.000