Úthlutun janúar 2013:

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði tæplega 12 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fór fram í Iðnó þann 3. janúar 2013. Í þessari sjöttu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 24 styrkir.
Styrki hlutu eftirtaldir:

Umsækjendur Verkefni Lýsing Upphæð
Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M Ólafsdóttir Brúður Krists Heimildarmynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmel klaustursins 800,000
Letetia B Jónsson, Anna Katarzyna Wozniczka, Kristín R. Vilhjálmsdóttir og Kristín Viðarsdóttir Heimsins konur á Íslandi – fögnum framlagi kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélag. Viðtalsbók um þátttöku kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi auk ljósmyndasýningar og vefur, samvinna við Söguhring kvenna 800,000
Margrét Elísabet Ólafsdóttir Máttur fiðlunnar Bók um ævistarf Steinu Vasulka og framlag hennar til videolistar. Steina var fiðluleikari og varð framarlega í videlist vestanhafs. 700,000
Elsa María Jakobsdóttir og Birgitta Björnsdóttir Megaphone - stuttmynd Leikin stuttmynd sem varpar ljósi á kynferðisofbeldi og fjallar um nauðgun. Ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hvað er leyfilegt í kynlífi og hversu afstætt samþykki getur verið. 700,000
Helga Þórey Jónsdóttir, Heiða Jóhannsdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir. Birtingarmyndir kvenna og kynhlutverka í íslenskum kvikmyndum Þrjár fræðilegar rannsóknir sem leitast við að greina framsetningu kvenna og hugmynda um kvenleika í íslenskum kvikmyndum. Niðurstöður munu birtast í femínísku greinarsafni 2014. 600,000
Knúz.is Knúz.is, femínískt vefrit. Knúz.is starfrækt síðan sept. 2011, markmið vefsins er að auka hlut umræðu um kvenfrelsismál í samfélaginu. 600,000
Eirún Sigurðardóttir Gæfusmiður. Myndlistarsýning og bók í ASÍ í febrúar 2013s Varpa myndrænu ljósi á hugmyndir um val, mótun og samfélag út frá kynjafræðilegum vinkli. Sýning og bók. 600,000
Kvenfélagið Garpur Blómin og býflugurnar! Leiksýning og uppistand um kynlíf og kynheilbrigði ætlað framhaldsskólanemum. Pörupiltarnir Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson fræða og skemmta (leiknir af konum). 600,000
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir. Mansal á Íslandi. Eigindleg rannsókn, unnin í samstarfi við sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal. Markmið: innsýn í reynslu þolenda mansals til að ljá þeim rödd. 500,000
Stelpur rokka Stelpur rokka - rokksumarbúðir Rokksumarbúðir á Akureyri. 500.000
Þorgerður Einarsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir Trans, hinsegin og sís: femíniskt andóf eða andóf gegn femínisma Sjónum beint að málefnum trans og hinsegin fólks á Íslandi með hliðsjón af hugtökunum kynjajafnrétti, kynverund og kynvitund, og samspilinu þar á milli. Meginspurning verkefnisins er hvort spenna sé milli baráttumála og sjónarmiða trans og hinsegin fólks, annars vegar og kynjajafnréttis og femínisma hins vegar, eða hvort þarna séu snertifletir og samnefnarar fyrir sameiginlega baráttu. 500.000
Ágústa Björnsdóttir og Eva Þórdís Ebenezerdóttir Köggullinn í sálinni er fastur Fræðsluefni fyrir konur með þroskahömlun varðandi kynferðislegt ofbeldi og fræðsla til þeirra sem bjóða uppá stuðning fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi 500.000
Tónverkasjóður Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra Afmælislag í tilefni 10 ára afmælis Gígjunnar Sótt um laun tónskáldsins Þóru Marteinsdóttur til að semja afmælislag sem dreift verður til allra aðildarkóra sambandsins. 500.000
Kvenréttindafélag Íslands og Útúrdúr, listamannarekin útgáfa og bókabúð Konur á ystu nöf Bókmenntahátíðin konur á ystu nöf – bjóða fjórum ungum kvenskáldum frá Færeyjum og Grænlandi í heimsókn til Reykjavíkur, ljóðakvöld ásamt íslenskum kvenskáldum, gefið út lítið kver með þýddum ljóðum 500.000
Fjöruverðlaun Fjöruverðlaunin 2013 Sótt um til að halda Fjöruverðlaun, bókmenntahátíð kvenna 400.000
Gerður Kristný Stúlka Ljóðabálkur byggður á raunverulegum atburðum um konu sem er myrt á hroðalegan hátt af sambýlismanni sínum. 400.000
Una Margrét Jónsdóttir Fyrstu íslensku kventónskáldin Útvarpsþáttur um fyrstu íslensku kventónskáldin. Fyrsta hljóðritun laga eftir þær. 400.000
Ragna Kjartansdóttir Sólóplata eftir Rögnu Kjartansdóttir Upptaka og útgáfa hljómplötu en það mun vera fyrsta íslenska hip-hop plata kventónlistarmanns. 400.000
Femínistafélag Íslands Menningardagskrá vegna 10 ára afmælis FÍ Dagskrá um kvennamenningu, stöðu kvenna og jafnréttisbaráttu. Sýning um sögu og aðgerðir félagsins síðustu 10 ár o.fl. 400.000
Björg Sveinbjörnsdóttir Fyrirlestur um hversdagsheimilidir úr kvennarými. Byggt á bókinni, Hljóðin úr eldhúsinu. Í verkefninu er fjallað um varðveislu og miðlun hversdagsheimlida úr kvennarými. Hefur framlag kvenna verið étið eða nýtt upp til agna? Verkefnið er byggt á bókinni Hljóðin úr eldhúsinu þar sem unnið er með eldhúsupptökur Guðjónu Albertsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð. 300.000
Hertha Richard Úflarsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir og Bergþóra Einarsdóttir Innvols Útgáfa bókar með ljóð, sögur og prósa eftir ung kvenskáld sem tilheyra grasrót upprennandi rithöfunda. 300.000
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Alþjóðlegur kvennakór Að starfrækja alþjóðlegan kvennakór fyrir íslenskar og erlendar konur, til að eyða fordómum. 300.000
Rauði þráðurinn Mannasiðir Kómísk tragedía um ofbeldi, femínisma, völd, jafnrétti og kynslóðabil. Leikhúsverk um femínista sem snýst gegn eigin hugmyndum til varnar syninum sem ásakaður er um að nauðga. 200.000
Valgerður Guðlaugsdóttir Móðir Einkasýning Valgerðar þar sem hún vinnur með smásögu Svövu Jakobsdóttur, "Saga handa börnum" (myndlistarsýning) 200.000