Úthlutun janúar 2011:

Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Hlaðvarpans árið 2011 Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði rúmlega 10 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fór fram í Iðnó þann 14. janúar 2011. Í þessari fjórðu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 19 styrkir en alls bárust yfir sjötíu umsóknir.Styrki hlutu eftirtaldir:

Kvennakórinn Vox feminae Hátíðamessa fyrir kvennakór: Samning tónverks, flutningur þess, upptökur og gerð geisladisks. 1.000.000
Annað svið Guðný, Agnes, Rósa - þó látin sé ástin. Einleikur 800.000
Elísabet Brynhildardóttir, Lára Kristín Kristinsdóttir, Selma Hreggviðsdóttir, Perla Dagbjartar Hreggviðsdóttir, Ásta Briem, Lilja Birgisdóttir, Ragnhildur Jóhanns og Þórgunnur Oddsdóttir Tímarit um samtímalist íslenskra kvenna 800.000
Kristín Bergþóra Pálsdóttir Brautryðjandinn, heimildarmynd um Auði Auðuns 800.000
Kung Fu Films ehf Helga Rakel Rafnsdóttir og Yrsa Roca Fannberg Mamma Salóme - heimildamynd 800.000
Laufey Sigurðardóttir og Elísabet Waage 4 plús 47. Tónleikahald með verkum eftir íslenskar konur. 800.000
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir Hún samdi ljóð, ég samdi lag 600.000
Bryndís Björgvinsdóttir Íslenskt samfélag í spegli hversdagsins, þjóðfræðirannsókn 500.000
Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir, Arnþrúður Ingólfsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Íris Ellenberger, Björg Sveinbjörnsdóttir Skyndilega greip mig óstjórnleg löngun. Listakvöld. 500.000
Hrund Gunnsteinsdóttir, Soffía Guðrún K. Jóhannsdóttir og Hildigunnur Sverrisdóttir Hverra mamma ert þú? Bókverk, útgáfa og frumsýning á ljóðabóklistaverki. 500.000
Jórukórinn á Selfossi Landsmót íslenskra kvennakóra 2011 500.000
Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands Þær brutu blað - konur í verkfræði. Viðtöl við frumkvöðla meðal íslenskra kvenverkfræðinga. 500.000
Nýlistasafnið Listamannarekin sýningarrými á Íslandi - kvennarými 500.000
Anna Þorvaldsdóttir Útgáfa "portrait" geisladisks með tónverkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur. 400.000
Stella, bókaútgáfa Þrjár sögur af vinskap Marilynar Monroe og Gretu Garbo. Útgáfa bókar eftir Kristínu Ómarsdóttur. 400.000
STERK - gegn mansali, Kristbjörg Kristjánsdóttir og Fríða Rós Valdimarsdóttir Ég hugsaði um það þegar ég var yngri en lét aldrei verða af því. Fræðslumyndbönd. 300.000
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Sérherbergi. Ljósmyndir og viðtöl við íslenskar listakonur. 300.000
Bókasafn Dalvíkurbyggðar Hugrún - Málþing og sýning um Filippíu Kristjánsdóttur 200.000
Alma Joensen og Lovísa Arnardóttir Vefsíða með fréttum úr heimi femínisma og kynjafræða. 126.000