Úthlutun janúar 2010:

Úthlutað var í þriðja sinn úr Hlaðvarpanum – styrktarsjóði kvenna þann 22. janúar 2010 við hátíðlega athöfn í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík. Fleiri umsóknir bárust fyrir þessa úthlutun en áður og voru þær 122 talsins fyrir fjölbreytt verkefni. Ákveðið var að styrkja 19 verkefni um samtals 14 milljónir króna.


Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Hlaðvarpans árið 2010

Margrét Steinarsdóttir og fjöldi kvennasamtaka Fjöldasamstaða gegn kynbundnu ofbeldi 1.500.000
Halla Kristín Einarsdóttir Heimildamynd um framboð kvenna á Íslandi 1.500.000
Ragnhildur Ásvaldsdóttir Heimildamynd um Högnu Sigurðardóttur arkítekt 1.250.000
Margrét Guðmundsdóttir Útgáfa á dagbókum Elku Björnsdóttur verkakonu 1.000.000
Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Fríða Rós Valdimarsdóttir Semja fræðsluefni fyrir unga karla um eðli vændis 1.000.000
Krummafótur Kompaní Danssýning byggð á persónulýsingum kvenskörunga 1.000.000
Safnasafnið Listhirsla með verkum eftir 23 listakonur 800.000
Edda Jónsdóttir Útgáfa bókar um konur í ráðherraembættum 700.000
Brynhildur og Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdætur Safna og endursegja íslenskar þjóðsögur og ævintýri um stelpur 700.000
Ingibjörg Björnsdóttir Ritun sögu um listdans á Íslandi 600.000
Þorgerður Einarsdóttir og Valgerður Anna Jóhannsdóttir Fjölmiðlavöktun í þágu jafnréttis 600.000
Anna María Sigurjónsdóttir Ljósmyndasýning um konur í karlastörfum 500.000
Erla Þórarinsdóttir Myndlistasýning í Listasafni ASÍ 500.000
Brynhildur Þorgeirsdóttir Sýning á skúlptúrlist 500.000
Áslaug Einarsdóttir Heimildamynd um stelpur í uppistandi 500.000
Amínamúsík Gerð og flutningur tónlistar við sígild ævintýri í túlkun Lotte Reiniger 450.000
Aurora Borealis Kaup á tónverki hjá Ingibjörgu Guðlaugsdóttur með ljóðatextum eftir Jakobínu Sigurðardóttur 400.000
Austfirskar konur og Berglind Þorbergsdóttir Námskeið og sýningarhald 350.000
Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði Söguritun, útgáfa og sýning vegna aldarafmæli kvenfélagsins 150.000