Eldri fréttir frá Hlaðvarpanum

Umsóknir til Hlaðvarpans

Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna á Íslandi, auglýsir eftir umsóknum. Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi.

Umsóknum skal skila á eyðublaði sem finna má hér og er umsóknarfrestur til og með 9. nóvember 2014. Sjá nánar í auglýsingu:Aðalfundur Hlaðvarpans

Aðalfundur Hlaðvarpans ehf., menningar- og styrktarsjóðs kvenna, verður haldinn miðvikudaginn 14. maí 2014 kl. 17 í Hannesarholti við Grundarstíg 10.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða slit félagsins rædd og breytingar á samþykktum þess vegna. Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutar í síðasta sinn um næstu áramót.

Tillögur til breytinga á samþykktum eru kynntar á heimasíðu sjóðsins www.hladvarpinn.is

Þær sem hlut eiga í Hlaðvarpanum eru hvattar til að nýta rétt sinn til að mæta á fundinn og kynna sér starfsemi sjóðsins.

Úthlutun styrkja, fimmtudaginn 9. janúar 2014

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutar tæplega 7 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17.00 fimmtudaginn 9. janúar 2014. Í þessari sjöundu úthlutun úr sjóðnum verða veittir 17 styrkir en alls bárust rúmlega eitt hundrað umsóknir.

Árlega hefur verið úthlutað úr sjóðnum frá árinu 2008. Alls hefur verið úthlutað um 74 milljónum króna til rúmlega 130 verkefna. Við úthlutun er haft í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings.

Árið 1985 ákvað hópur kvenna að festa kaup á húsunum við Vesturgötu 3 í Reykjavík. Þau voru þá í nokkurri niðurníðslu og hætta á að þessi glæsilegu hús yrðu rifin. Ákveðið var að stofna hlutafélag kvenna sem keypti húsin og gekk undir nafninu Hlaðvarpinn. Smátt og smátt voru húsin gerð upp og þar blómstraði ýmis konar menningarstarfsemi um árabil. Þar var rekið leikhús, bæði í kjallara og sal, haldinn fjöldi tónleika og funda. Herbergi voru leigð út til félaga og fræðikvenna og þannig mætti áfram telja. Viðgerðir og rekstur voru félaginu þung í skauti og skuldir söfnuðust upp. Þar kom að ákveðið var að hætta rekstrinum og selja húsin. Í samþykktum Hlaðvarpans var kveðið á um að yrði félagið lagt niður skyldi andvirði húsanna varið til að styrkja menningarstarfsemi kvenna.

Ákveðið var því að stofna menningarsjóð kvenna og verður nú úthlutað úr sjóðnum sjöunda árið í röð. Ætla má að þetta sé í næstsíðasta sinn sem úthlutað verður úr sjóðnum sem hefur, eðli málsins samkvæmt, minnkað ár frá ári.

Stjórn menningarsjóðs Hlaðvarpans skipa: Drífa Snædal, Brynhildur G. Flóvenz, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir, Ragnhildur Richter og Úlfhildur Dagsdóttir.

Umsóknir

Hlaðvarpinn Menningarsjóður Kvenna auglýsir eftir umsóknum.

Markmið sjóðins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað hefur verið árlega úr sjóðnum síðan árið 2008 en nú fer að líða að því að sjóðurinn tæmist og verður þessi úthlutun með þeim síðustu, ef ekki sú síðasta. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki.

Hlaðvarpinn er sjóður sem stofnaður var af hluthöfum Hlaðvarpans ehf. til styrktar menningarmálum kvenna á Íslandi. Stofnfé sjóðsins er söluandvirði fasteigna félagsins að Vesturgötu 3 í Reykjavík.

Umsóknum skal skila á eyðublaði sem nálgast má hér á vefsíðu Hlaðvarpans, Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilyrði fyrir styrkveitingum en þau er að finna í skipulagsskrá sjóðsins.

UMSÓKNIR SKULU BERAST

Hlaðvarpanum
Pósthólf 1280
121 Reykjavík

Ekki verður tekið við rafrænum umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2013.
Öllum umsóknum verður svarað og úthlutað verður úr sjóðnum í ársbyrjun 2014.

Upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn@hladvarpinn.is.

Aðalfundur Hlaðvarpans

Aðalfundur Hlaðvarpans ehf., menningar- og styrktarsjóðs kvenna, verður haldinn miðvikudaginn 29. maí 2013 kl. 17 í Hannesarholti við Grundarstíg 10.

Þær sem hlut eiga í Hlaðvarpanum eru hvattar til að nýta rétt sinn til að mæta á fundinn og kynna sér starfsemi sjóðsins. Allir velkomnir

Aðalfundur Hlaðvarpans

Aðalfundur Hlaðvarpans verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl 17:00 að Hallveigarstöðum við Túngötu. Þær sem eiga hlut í Hlaðvarpanum eru hvattar til að nýta sér rétt sinn til að mæta á fundinn og kynna sér starfsemi sjóðsins.

Sjá nánar á meðfylgjandi mynd, smellið á myndina til að stækka textann.Úthlutun styrkja

Þann 3. janúar 2013 fór fram úthlutun styrkja hjá Hlaðvarpanum, sjötta árið í röð, og nálgast má upplýsingar styrkhafa og verkefni hérna.

Aldrei fleiri hlotið styrk úr Hlaðvarpasjóðnum

- Nær tólf milljónum úthlutað í ár til fjölbreytilegra verkefna. 70 milljónum úthlutað frá stofnun sjóðsins fyrir sex árum.

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutar tæplega 12 milljónum króna til 24 fjölbreyttra verkefna, sem öll miða að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi.

Úthlutunin fer nú fram sjötta árið í röð en aldrei hafa fleiri verkefni verið styrkt í einni og sömu úthlutuninni. Verkefnin, nú sem fyrr, endurspegla sköpunarkraft kvenna á sviði bókmennta, sjónlista, tónlistar, fræða, kvikmyndagerðar, þáttagerðar og fræðslu. Úthlutunin fer fram 3. janúar n.k. kl. 17.00 í Iðnó og verður þar tilkynnt hverjar hafa hlotið styrk.

Frá því að sjóðurinn hóf starfsemi árið 2007, hafa 120 verkefni hlotið styrk og úthlutað hefur verið tæplega 70 milljónum króna alls.

Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna, var stofnaður árið 2007. Stofnfé hans var söluandvirði fasteigna að Vesturgötu 3 í Reykjavík en á þeim hafði hópur kvenna fest kaup árið 1985. Um árabil hafði verið rekin þar fjölbreytt menningarstarfsemi kvenna en þegar ákveðið var að hætta rekstrinum var sjóðurinn stofnaður í samræmi við samþykktir félagsins, sem kváðu á um að yrðu húsin seld skyldi andvirði þeirra varið til styrktar menningarstarfsemi kvenna.

Menningarsjóður Hlaðvarpans óskar eftir umsóknum um styrki

Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað er árlega úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki.

Umsóknum skal skilað á eyðublaði sem nálgast má hér.

UMSÓKNIR SKULU BERAST
Hlaðvarpanum
pósthólf 1280
121 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2012
Öllum umsóknum verður svarað.


Upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn [hjá] hladvarpinn.is

Aðalfundur Hlaðvarpans

Aðalfundur Hlaðvarpans verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl 17:00 að Hallveigarstöðum við Túngötu. Þær sem eiga hlut í Hlaðvarpanum eru hvattar til að nýta sér rétt sinn til að mæta á fundinn og kynna sér starfsemi sjóðsins.

Sjá nánar á meðfylgjandi mynd, smellið á myndina til að stækka textann.

Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans

Menningarsjóður Hlaðvarpans hefur úthlutað rúmum 7 milljónum króna til menningarmála kvenna. Úthlutunin fór fram í Iðnó kl. 17.00 þann 5. janúar. Í þessari fimmtu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 18 styrkir en alls bárust vel á annað hundrað umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri.

Lista yfir veitta styrki og styrkhafa má finna hér.

Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans 2012

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutar rúmum 7 milljónum króna til menningarmála kvenna. Úthlutunin fer fram í Iðnó kl. 17.00 þann 5. janúar. Í þessari fimmtu úthlutun úr sjóðnum verða veittir 18 styrkir en alls bárust vel á annað hundrað umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri. Við úthlutun er þess gætt að styrkirnir nýtist sem flestum konum og haft er í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings.

Árið 1985 ákvað hópur kvenna að festa kaup á húsunum við Vesturgötu 3 í Reykjavík. Þau voru þá í nokkurri niðurníðslu og hætta á að þessi glæsilegu hús yrðu rifin. Ákveðið var að stofna hlutafélag kvenna sem keypti húsin og gekk undir nafninu Hlaðvarpinn. Smátt og smátt voru húsin gerð upp og þar blómstraði ýmis konar menningarstarfsemi um árabil. Þar var rekið leikhús, bæði í kjallara og sal, haldinn fjöldi tónleika og funda. Herbergi voru leigð út til félaga og fræðikvenna og þannig mætti áfram telja. Viðgerðir og rekstur voru félaginu þung í skauti og skuldir söfnuðust upp. Þar kom að ákveðið var að hætta rekstrinum og selja húsin.

Í samþykktum Hlaðvarpans var kveðið á um að yrði félagið lagt niður skyldi andvirði húsanna varið til að styrkja menningarstarfsemi kvenna.

Ákveðið var því að stofna menningarsjóð kvenna og verður nú úthlutað úr sjóðnum þriðja árið í röð. Fjölgun umsókna milli ára sýnir glöggt hve frjó og fjölbreytt menningarstarfsemi kvenna er á Íslandi og að í erfiðu árferði skortir ekki á frumkvæði kvenna.

Stjórn menningarsjóðs Hlaðvarpans skipa:

Ragnhildur Richter, formaður
Úlfhildur Dagsdóttir, varaformaður
Hildur Fjóla Antonsdóttir, ritari
Guðrún Erla Geirsdóttir, gjaldkeri
Drífa Snædal, meðstjórnandi
Brynhildur G. Flóvenz, varamaður
Hrefna Haraldsdóttir, varamaður

Menningarsjóður Hlaðvarpans óskar eftir umsóknum um styrki

Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað er árlega úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki.

Umsóknum skal skilað á eyðublaði sem nálgast má hér.

UMSÓKNIR SKULU BERAST
Hlaðvarpanum
pósthólf 1280
121 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2011
Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn [hjá] hladvarpinn.is

Aðalfundur Hlaðvarpans

Aðalfundur Hlaðvarpans ehf., menningar- og styrktarsjóðs kvenna, verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2011 kl 17:00 að Hallveigarstöðum við Túngötu.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2010.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Kosning tveggja kvenna í stjórn.
4. Kosning endurskoðanda félagsins.
5. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.
6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarkvenna.
7. Önnur mál

Þær sem hlut eiga í Hlaðvarpanum eru hvattar til að nýta rétt sinn til að mæta
á fundinn og kynna sér starfsemi sjóðsins.

Stjórnin

Úthlutun 2011

Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Hlaðvarpans árið 2011Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði rúmlega 10 milljónum króna til menningarmála kvenna í upphafi ársins 2011. Næst verður auglýst eftir umsóknum á haustdögum 2011 fyrir úthlutun í upphafi árs 2012.

Lista yfir veitta styrki og styrkhafa má finna hér.

Allar frekari upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn@hladvarpinn.is

Auglýsing um úthlutun styrkja

Úthlutun styrkja 2010 úr menningarsjóði íslenskra kvenna

Úthlutunin fór fram í Iðnó kl. 17.00 þann 22. janúar 2010. Við úthlutun var þess gætt að styrkirnir nýtist sem flestum konum og haft er í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings.

Í nóvember 2009 voru auglýstir lausir til umsóknar styrkir úr Menningarsjóði Hlaðvarpans. Alls bárust vel á annað hundrað umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri. Í þessari þriðju úthlutun úr sjóðnum voru veittir 19 styrkir fyrir um samtals 14 milljónir króna, en alls bárust vel á annað hundrað umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri. Við úthlutun var þess gætt að styrkirnir nýttust sem flestum konum og haft var í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings.
Umsóknir voru fjölbreyttar og endurspegluðu lifandi og skapandi menningarheim kvenna. Hinn mikli fjöldi umsókna sýnir hversu mikil þörf er fyrir hendi og gróskan er mikil.

Lista yfir styrki má finna hér.

Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna, var stofnaður árið 2007. Stofnfé hans var söluandvirði fasteignanna að Vesturgötu 3 í Reykjavík en á þeim hafði hópur kvenna fest kaup árið 1985. Um árabil hafði verið rekin þar fjölbreytt menningarstarfsemi kvenna en þegar ákveðið var að hætta rekstrinum var sjóðurinn stofnaður í samræmi við samþykktir félagsins, sem kváðu á um að yrðu húsin seld skyldi andvirði þeirra varið til styrktar menningarstarfsemi kvenna.

Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans 2009

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutar 14 milljónum króna til menningarmála kvenna.
Úthlutunin fer fram í Iðnó kl. 17.00 þann 22. janúar. Í þessari þriðju úthlutun úr sjóðnum verða veittir 19 styrkir en alls bárust vel á annað hundrað umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri. Við úthlutun er þess gætt að styrkirnir nýtist sem flestum konum og haft er í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings.

Árið 1985 ákvað hópur kvenna að festa kaup á húsunum við Vesturgötu 3 í Reykjavík. Þau voru þá í nokkurri niðurníðslu og hætta á að þessi glæsilegu hús yrðu rifin. Ákveðið var að stofna hlutafélag kvenna sem keypti húsin og gekk undir nafninu Hlaðvarpinn. Smátt og smátt voru húsin gerð upp og þar blómstraði ýmis konar menningarstarfsemi um árabil. Þar var rekið leikhús, bæði í kjallara og sal, haldinn fjöldi tónleika og funda. Herbergi voru leigð út til félaga og fræðikvenna og þannig mætti áfram telja. Viðgerðir og rekstur voru félaginu þung í skauti og skuldir söfnuðust upp. Þar kom að ákveðið var að hætta rekstrinum og selja húsin. Í samþykktum Hlaðvarpans var kveðið á um að yrði félagið lagt niður skyldi andvirði húsanna varið til að styrkja menningarstarfsemi kvenna.

Ákveðið var því að stofna menningarsjóð kvenna og verður nú úthlutað úr sjóðnum þriðja árið í röð. Fjölgun umsókna milli ára sýnir glöggt hve frjó og fjölbreytt menningarstarfsemi kvenna er á Íslandi og að í erfiðu árferði skortir ekki á frumkvæði kvenna.

Stjórn menningarsjóðs Hlaðvarpans skipa:

Drífa Snædal formaðurKristín Ástgeirsdóttir varaformaður
Guðrún Erla Geirsdóttir, gjaldkeri
Ragnhildur Richter, ritari
Þóra Tómasdóttir, meðstjórnandi
Brynhildur G. Flóvenz, varamaður
Hrefna Haraldsdóttir, varamaður

Auglýsing um úthlutun styrkja

Menningarsjóður Hlaðvarpans óskar eftir umsóknum um styrki


Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað er árlega úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki.

UMSÓKNUM SKAL FYLGJA
Lýsing á verkefninu
Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og hvernig það fellur að markmiðum sjóðsins

Kostnaðar- og verkáætlun
Gerð skal grein fyrir undirbúningi, kostnaði og áætlaðri framvindu verksins

Ferilskrá
Ferilskrá þeirra sem bera ábyrgð á verkefninu skal fylgja umsóknum

UMSÓKNIR SKULU BERAST
Hlaðvarpanum
pósthólf 1280
121 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2009
Öllum umsóknum verður svarað

Upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn@hladvarpinn.is

Úthlutun styrkja 2008 úr menningarsjóði íslenskra kvenna

Í nóvember 2008 voru auglýstir lausir til umsóknar í annað sinn styrkir úr Menningarsjóði Hlaðvarpans. Alls bárust á sjötta tug umsókna. Að þessu sinni var veittur 21 styrkur að fjárhæð samtals 14 milljónir króna til menningarmála kvenna. Umsóknir voru fjölbreyttar og endurspegluðu lifandi og skapandi menningarheim kvenna. Hinn mikli fjöldi umsókna sýnir hversu mikil þörf er fyrir hendi og gróskan er mikil.

Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna, var stofnaður árið 2007. Stofnfé hans var söluandvirði fasteignanna að Vesturgötu 3 í Reykjavík en á þeim hafði hópur kvenna fest kaup árið 1985. Um árabil hafði verið rekin þar fjölbreytt menningarstarfsemi kvenna en þegar ákveðið var að hætta rekstrinum var sjóðurinn stofnaður í samræmi við samþykktir félagsins, sem kváðu á um að yrðu húsin seld skyldi andvirði þeirra varið til styrktar menningarstarfsemi kvenna. Fyrsta úthlutun var árið 2007 og fer nú fram úthlutun ársins 2008.

Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Hlaðvarpans árið 2008 fór fram í Iðnó föstudaginn 30. janúar 2009 og lista yfir styrki má finna hér.


Aðalfundur Hlaðvarpans ehf.

Aðalfundur Hlaðvarpans ehf., menningar- og styrktarsjóðs kvenna verður haldinn föstudaginn 14. nóvember 2008, kl. 17:15, á Hallveigarstöðum við Túngötu.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2007.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Kosning þriggja kvenna í stjórn og tveggja í varastjórn.
4. Kosning endurskoðanda félagsins.
5. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.
6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarkvenna.
7. Önnur mál.

Konur eru hvattar til að nýta rétt sinn sem hluthafar til að mæta á fundinn og kynna sér starfsemi sjóðsins.


Stjórnin


Auglýsing um úthlutun styrkja

Menningarsjóður Hlaðvarpans veitir styrki í fyrsta sinn - 10 milljónir kr. til menningarmála kvenna

Föstudaginn 11. janúar fer fram afhending styrkja úr sjóði Hlaðvarpans við hátíðlega athöfn. Veittir verða 19 styrkir samtals að upphæð 10 milljónir kr. til menningarmála kvenna.

Athöfnin fer fram í Iðnó, 2. hæð og hefst kl. 17.00. Velunnarar og hluthafar Hlaðvarpans eru hjartanlega velkomnir. Alls bárust á sjötta tug umsókna og nam upphæðin sem sótt var um nærri 600 millj. kr. sem sýnir hve þörfin er gríðarlag og gróskan mikil.

Lesa fréttatilkynninguna í heild


Tillaga um breytingu á samþykktum fyrir Hlaðvarpann ehf.

Í samræmi við 23. gr. samþykkta fyrir Hlaðvarpann ehf., sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 27. september 2007, leggur stjórn félagsins til að 24. gr. samþykkta fyrir Hlaðvarpann ehf. verði eftirfarandi:


24. gr. Með tillögu um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Félaginu skal slitið að lokinni síðustu úthlutun úr Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna á Íslandi, árið 2015. Við slit félagsins skulu eignir þess umfram skuldir, ef einhverjar eru, renna til Kvennasögusafns Íslands.Menningarsjóður Hlaðvarpans óskar eftir umsóknum um styrki

1. nóvember 2007

Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað verður árlega úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki.

UMSÓKNUM SKAL FYLGJA
Lýsing á verkefninu
Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og hvernig það fellur að markmiðum sjóðsins

Kostnaðar- og verkáætlun
Gerð skal grein fyrir undirbúningi, kostnaði og áætlaðri framvindu verksins

Ferilskrá
Ferilskrá þeirra sem bera ábyrgð á verkefninu skal fylgja umsóknum

UMSÓKNIR SKULU BERAST
Hlaðvarpanum
pósthólf 1280
121 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 3. desember 2007
Öllum umsóknum verður svarað

Upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn@hladvarpinn.is